Húsið og ég
Ég var einu sinni eins og hús,
traustur og hlýr.
Ég var eitt sinn eins og þakrenna,
meðtók allt og lét það blíðlega frá mér.
Og ég var eins og þak,
verndandi og þolinmóður.
En oftast var ég eins og veggur,
sterkur og stöðugur.
Stundum var ég eins og stigi,
sem stefndi stöðugt upp.
Ég var líka eins og handrið,
stoð og stuðningur allra.
En alltaf var ég eins og hurð,
opinn fyrir öllum.
Nú er ég ekki lengur eins og hús,
því ég varð ótraustur og kaldur,tók öllu
illa, varð óþolinmóður og sýndi litla vernd, veiktist og varð óstöðugur,
sýndi engum stuðning og stefndi beina leið niður.
En ég er ennþá eins og hurð,
lokaður og læstur.
traustur og hlýr.
Ég var eitt sinn eins og þakrenna,
meðtók allt og lét það blíðlega frá mér.
Og ég var eins og þak,
verndandi og þolinmóður.
En oftast var ég eins og veggur,
sterkur og stöðugur.
Stundum var ég eins og stigi,
sem stefndi stöðugt upp.
Ég var líka eins og handrið,
stoð og stuðningur allra.
En alltaf var ég eins og hurð,
opinn fyrir öllum.
Nú er ég ekki lengur eins og hús,
því ég varð ótraustur og kaldur,tók öllu
illa, varð óþolinmóður og sýndi litla vernd, veiktist og varð óstöðugur,
sýndi engum stuðning og stefndi beina leið niður.
En ég er ennþá eins og hurð,
lokaður og læstur.