Móðir mín
Fegurð og fas með brosið bjarta,
fengur sem ávallt veitir mér skjól.
Góðvild hennar bræðir mitt hjarta,
ást hennar er hlýrri en nokkur sól.

Hugrekki hennar er mitt virki,
hjartað fegurra en nokkurt blóm.
Um líf hennar ég látlaust yrki,
og lifna við hennar yndisróm.

Hún lítur út eins og lífsins rós,
líklega gæti læknað versta kvef.
Hún er viti minn og verndarljós,
og vakir yfir mér meðan ég sef.
 
Þ.j.
1965 - ...


Ljóð eftir Þ.j.

Húsið og ég
Óður til jarðar
Að elska er einfalt
Stjörnur
Fegurð
Þingvallarljóð á Jónsmessu
Söngur hafsins
Ljóðið til Evu
Ég
Ljóð um konu
Barn undir belti
Barn undan belti
Hey Guð!!
Börnin mín
Þegar ég var
Móðir mín