

Í morgunblænum bærist lauf trjánna
eftir rigningar næturinnar.
Sólin teygir anga sína inn um gluggann
og vekur mig.
Það er ilmur í lofti.
Birkiilmur.
Ég nýt þess að liggja og láta mig dreyma.
Um þig.
Fuglarnir syngja mér vorljóð.
eftir rigningar næturinnar.
Sólin teygir anga sína inn um gluggann
og vekur mig.
Það er ilmur í lofti.
Birkiilmur.
Ég nýt þess að liggja og láta mig dreyma.
Um þig.
Fuglarnir syngja mér vorljóð.
08.08.2004