envar
Hefði ég fengið það sem ég aldrei
fékk,
þá hefði svo farið sem það aldrei
fór.
Hefði ég hitt þann sem ég aldrei
hitti
og hefði ég gætt þess er ég aldrei
gætti
og hefði ég fundið það sem ég aldrei
fann.
Þá hefði með öllu hent það sem aldrei
henti.
Já, hefði ég farið þangað sem ég aldrei
fór
þá hefði ég staðið þar sem ég aldrei
stóð.  
Hafdís Jónsteinsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Hafdísi Jónsteinsdóttur

Skírn
Íhugun
envar
Vísitölufjölskyldan e: Örn Bjarnason
Kvæðið um njálginn, (höf.ókunnur)