Vísitölufjölskyldan e: Örn Bjarnason
Það er svo margt sem vita þarf
ef maður stofnar heimili,
svo merkilega geta hlutir snúist við
á stundinni.
Allir þurfa allavega að eiga íbúð fallega
og sófasett að sitja í
og sjónvarp til að týnast í,
og þvottavél og saumavél og hrærivél og eldavél
og myndavél og sláttuvél og hakkavél og vaðstigvél
og berjara og bankara og dísildós upptakkara,
alsjálfvirkan tannbursta og rafmagnsplötuspilara.

Nauðsynlegt er líka að eiga frystikistu fallega,
flestir eru þreyttir eftir akstur tryllitækanna.
Og vinna alla vikuna og vitanlega sunnudaga,
helst líka alla helgidaga, vinnan göfgar vissulega.

Já nauðsynlegt er sannarlega að hafa úti öll sín ráð,
enginn gefur konu auga fyrr en þessu marki er náð.
Og ef þú verður duglegur og gráðugur og gírugur
og fram úr hófi hófsamur, þú nærð því marki níræður.

Ég veit þú verður þreyttur eftir þetta allt um jólin.
Farðu þá og fleygðu þér í nýja rafmagnsstólinn.
 
Hafdís Jónsteinsdóttir
1951 - ...
Fannst þetta passa vel við þjóðfélagið í dag, veit því miður ekkert um höfundinn eða hvenær þetta er ort.


Ljóð eftir Hafdísi Jónsteinsdóttur

Skírn
Íhugun
envar
Vísitölufjölskyldan e: Örn Bjarnason
Kvæðið um njálginn, (höf.ókunnur)