Má ég
Má ég
kyssa burt sársaukann
og púsla saman brotum þínum
með hjarta mínu

Má ég
vera vonin
sem þú ein
treystir á
síðan skjólið
er vindurinn blæs
í fang þitt

Má ég
vera ég sjálfur
sem lifir með þér
og elskar þig
í gegnum lífið
 
Hermann R.Jónsson
1961 - ...


Ljóð eftir Hermann R.Jónsson

ÞÚ
Hin mikla fegurð
Má ég
Sjálfsvorkun
Ég um mig
Ég er
33.A