Sjálfsvorkun
Ég elska þá tilfinningu
að líða illa
Því ég kann það svo vel
ég þekki
þá tilfinningu
að líða vel
en
ég kann ekki við hana
því, hún breytir
ímynd minni

Sjálfsvorkun
ég elska þetta orð.  
Hermann R.Jónsson
1961 - ...


Ljóð eftir Hermann R.Jónsson

ÞÚ
Hin mikla fegurð
Má ég
Sjálfsvorkun
Ég um mig
Ég er
33.A