33.A
Sterarnir skelltu mér
Í gólfið
settu mig
Í væntumþykjupeysuna
óluðu fætur mínar
mokuðu mér síðan Í rúmið
og sprautuðu
ólyfjan í rassinn
svo ég myndi haga mér
eins og þú

skrýtið!

hélt að ég
ætti að haga mér svona hér
af því,er ég jú á þessum stað
Með þínum vilja en
gegn mínum eigin vilja
bara
af því að ég er ekki
eins og þú
vilt að ég sé  
Hermann R.Jónsson
1961 - ...


Ljóð eftir Hermann R.Jónsson

ÞÚ
Hin mikla fegurð
Má ég
Sjálfsvorkun
Ég um mig
Ég er
33.A