Ég um mig
ég vaknaði einn morgunn
í annarlegu ástandi
vinkonur mínar
lágu hálftómar
á gólfinu
konan,börnin,og hundurinn
farin
ég er skuldum vafin
íbúðin að falla á tíma,og

ég teygði mig
í eina vinkonuna
og drakk hana hálfa

ég er mikið betur settur
án kerlingarinar,barnana,og
hundinn þoldi ég aldrei
ég skulda ekki mikið
ekki mikið
miðað við Hannes
í næsta húsi

í huganum
ligg ég á sólarströnd
umvafinn fallegu kvenfólki
Með fallegan lit í glasi,en
hvern andskotann er konan mín
að gera í mínum draumi

ég hef sofnað
og raunveruleikinn
birtist aftur,óvelkominn
í sinni ömurlegu mynd

 
Hermann R.Jónsson
1961 - ...


Ljóð eftir Hermann R.Jónsson

ÞÚ
Hin mikla fegurð
Má ég
Sjálfsvorkun
Ég um mig
Ég er
33.A