Bið
Allt er líkast ævintýri
ég hringi þú kemur
þú ferð þú hringir þú kemur
hvers get ég annars óskað?

Það er á sunnudögum
sem vikan endar
þá ferð þú heim til þín
og ég byrja aftur að bíða.

Ef þú kæmur ekki
eitthvert kvöldið
er ég biði þín
myndi ég reyna að hætta að bíða.

Stundum ert þú hjá mér
þegar ég skrifa
en ekki núna
vikan er rétt að byrja.
Ruth
 
Ruth
1938 - ...


Ljóð eftir Ruth

10.08.2004 Farið suður
( 1 ) Ekki nóg. ( 2 ) Dans.
Farðu
Bið
Sagt upp.
Dimmir dagar.
Hugsun