Kona
Ég hafði lengi undrast þig;
ljóð þín,
heimasaumaða kjólana
og bera fætur í ilskóm
á götum borgarinnar.
Nú undrast ég þig enn meir;
börn okkar,
sögur þínar fyrir háttinn,
kóríander og basilíkum
í eldhúsglugganum.
Ég ætla alltaf að undrast þig,
elskan mín,
hækkandi birkitrén í garðinum
og andlitin fleiri og fleiri
í myndaalbúmi okkar.
Ég undrast meir og meir,
þessa miklu
og fallegu
sögu.
ljóð þín,
heimasaumaða kjólana
og bera fætur í ilskóm
á götum borgarinnar.
Nú undrast ég þig enn meir;
börn okkar,
sögur þínar fyrir háttinn,
kóríander og basilíkum
í eldhúsglugganum.
Ég ætla alltaf að undrast þig,
elskan mín,
hækkandi birkitrén í garðinum
og andlitin fleiri og fleiri
í myndaalbúmi okkar.
Ég undrast meir og meir,
þessa miklu
og fallegu
sögu.
Til Önnu Láru