manstu eftir stúlkunni
manstu eftir stúlkunni með augun
sem flissaði og hló
dansaði og dó
í kópskinni við sjó ?
hana klæjaði alltaf í þau
(rauðbrostin)
og hún sá voðalega illa
(stokkbólgin)
þess vegna hló hún dátt
því heimurinn var eintómt grín
(grunnhygginn)
í hennar djúpu augum
sem sáu hann réttilega á röngunni
(kotroskinn)
við hin bíðum
(vínhöfug)
með tómar augntóftir
(dagblind)
eftir að hún komi aftur
því stúlkan með augun
sagði okkur alltaf frá
öllu sem hún sá
liggaligga lá .
sem flissaði og hló
dansaði og dó
í kópskinni við sjó ?
hana klæjaði alltaf í þau
(rauðbrostin)
og hún sá voðalega illa
(stokkbólgin)
þess vegna hló hún dátt
því heimurinn var eintómt grín
(grunnhygginn)
í hennar djúpu augum
sem sáu hann réttilega á röngunni
(kotroskinn)
við hin bíðum
(vínhöfug)
með tómar augntóftir
(dagblind)
eftir að hún komi aftur
því stúlkan með augun
sagði okkur alltaf frá
öllu sem hún sá
liggaligga lá .
ekki vera svona afskaplega alvarleg ;)