Kvæðið um njálginn, (höf.ókunnur)
Eitt er ég alveg viss um,
sem enginn maður sér,
að það eru njálar að naga
neðri endann á mér.
Og þeir hafa nagað og nagað
og nú er komið haust.
Og ég hef klórað og klórað
en kannski einum of laust.
Utan við endaþarminn
er ofurlítil skor.
Þar get ég svarið að sátu
sautján stykki í vor.
Og það er eins satt og sit ég hér,
að sumir skriðu inn.
Þeir eðla sér innan í manni,
andskotans kvikindin.
sem enginn maður sér,
að það eru njálar að naga
neðri endann á mér.
Og þeir hafa nagað og nagað
og nú er komið haust.
Og ég hef klórað og klórað
en kannski einum of laust.
Utan við endaþarminn
er ofurlítil skor.
Þar get ég svarið að sátu
sautján stykki í vor.
Og það er eins satt og sit ég hér,
að sumir skriðu inn.
Þeir eðla sér innan í manni,
andskotans kvikindin.
Hver kannast ekki við þetta!