Ég er ekki fólk
Mig langar að fljúga,
upp í geim.
Og heilsa geimförunum,
á leið þeirra heim.

Svo langar mig hærra,
en ekki of hátt.
Er ekki bara best að hætta,
áður en flugið verður of langt.

Þegar svo langt er komið,
vill fólk ekki hætta.
Það vill alltaf meira....

en ég er ekki fólk svo ég sest bara á geimstein og bíð eftir mömmu.  
Fljúgandi þorskur
1988 - ...


Ljóð eftir Fljúgandi þorsk

Ástin
Ég er ekki fólk
Blaðaútburður
Elskhugi
Samþykkt ljóð?
Jarðsprengusvæði
Boring
Persónuvottorð
Á milli
Fiðrildið...
Það stefnir allt í nauðlendingu
Augnakonfekt
Mjólkuróþol
Kekklaus
Ritstífla