Blaðaútburður
Blaðberinn tekur blaðið úr töskunni,
og lítur yfir bardagasvæðið.
Snjórinn hylur allt,
og skuggar trjánna reyna að fela hvíta litinn.

Hann reynir að halda jafnvægi í rokinu,
og ætlar sér að leggja af stað.
Fyrsta skrefið í snjóhólinn er erfitt,
og hann er við það að snúa við.

Kuldinn gægist inn um götin á hönskunum,
og læðist inn í skóinn.
Blaðberinn stoppar í nokkrar sekúndur,
og hugsar um krónurnar sem hann er að fá fyrir þetta.

Svo ákveður hann að gera atlögu,
og hleypur í gegn um snjóinn og dimmuna eins og bardagamaður.
Ræðst á lúguna,
og treður blaðinu inn.

Svo dokar hann við í hlýjunni,
og áttar sig á því að verkefnið er aðeins hálfnað....  
Fljúgandi þorskur
1988 - ...


Ljóð eftir Fljúgandi þorsk

Ástin
Ég er ekki fólk
Blaðaútburður
Elskhugi
Samþykkt ljóð?
Jarðsprengusvæði
Boring
Persónuvottorð
Á milli
Fiðrildið...
Það stefnir allt í nauðlendingu
Augnakonfekt
Mjólkuróþol
Kekklaus
Ritstífla