OFSAHRÆÐSLA
Hnífar stungu og klippt var á tungu.
Hræðsla og ótti og stöðugur flótti.

Falin og fundin og barin um sundin.
Liggur í blóði þó að hann hljóði.

Blár og marinn, andinn er farinn.
Opið sárið og hinsta tárið.


 
íris Dögg Asare Helgadóttir
1977 - ...


Ljóð eftir Írisi Dögg Asare Helgadóttur

OFSAHRÆÐSLA
Í VOLÆÐI OG VÍTI
Bið
Hulin ást
Hræðsla og ógnun
Breytingar
Gleim mér ey
Rím