Breytingar
Ég ligg hér í öngvum mínum
Og finn alstaðar til.
Enginn finnur það sem ég finn
Enginn útskýrir þessa breytingu
Breytingu á tilfinningum mínum.

Allt breyttist á svipstundu
Allt snérist ruglingslega við
Og ég veit ekki hvað ég á að
Hugsa, halda, finna eða gera
Svarið er lítið
Eins lítið og
Hin minnsta rós hjarta míns
Dafnar og deyr.
Tíminn líður
Svörin koma.
 
íris Dögg Asare Helgadóttir
1977 - ...


Ljóð eftir Írisi Dögg Asare Helgadóttur

OFSAHRÆÐSLA
Í VOLÆÐI OG VÍTI
Bið
Hulin ást
Hræðsla og ógnun
Breytingar
Gleim mér ey
Rím