Sögur
Þegar augun segja sögur
sem að enginn þarf að túlka
og sú eina sem að segir þær
er annars konar stúlka
sem að segir skrítnar sögur
og sjaldnast mikið vit í
orðaflaumi hennar þó að
augun segi sögur sem
að sjaldan þarf að túlka
þá get ég aðeins brosað
því að stúlkan hún er annars
konar stúlka en ég vandist
því að engar aðrar stúlkur
segja annars konar sögur
sem að fáir geta skilið en
sjálfur er ég samur og
einn af þessum mörgum
(en ekki er því að neita
að stundum er ég ein-
stakur og gleymi mér
þá iðulega í annars
konar sögum).
----
Þegar augun segja sögur
sem að enginn þarf að túlka
nema augun sem að skilja
og augun sem að brosa
því ef augun segja sögur
er sagan ætluð einum
(og ekki get ég neitað því
að stundum er ég einstakur
eins og vísast flestir þeir
sem skynja hennar sögu).
En yfirleitt þó læðist að mér
annars konar grunur;
að stúlkan hún á sögu
sem að enginn getur túlkað
og að stúlkan hún á
leyndarmál sem að
enginn getur skilið
og enginn getur vitað
að stúlkan hún á skugga
og í skugganum hún grætur
þegar skilningsvana augu
gefa henni gætur
og tala illum tungum
um háskalegar sögur
(sem vafalaust má túlka
á vafasaman máta).
sem að enginn þarf að túlka
og sú eina sem að segir þær
er annars konar stúlka
sem að segir skrítnar sögur
og sjaldnast mikið vit í
orðaflaumi hennar þó að
augun segi sögur sem
að sjaldan þarf að túlka
þá get ég aðeins brosað
því að stúlkan hún er annars
konar stúlka en ég vandist
því að engar aðrar stúlkur
segja annars konar sögur
sem að fáir geta skilið en
sjálfur er ég samur og
einn af þessum mörgum
(en ekki er því að neita
að stundum er ég ein-
stakur og gleymi mér
þá iðulega í annars
konar sögum).
----
Þegar augun segja sögur
sem að enginn þarf að túlka
nema augun sem að skilja
og augun sem að brosa
því ef augun segja sögur
er sagan ætluð einum
(og ekki get ég neitað því
að stundum er ég einstakur
eins og vísast flestir þeir
sem skynja hennar sögu).
En yfirleitt þó læðist að mér
annars konar grunur;
að stúlkan hún á sögu
sem að enginn getur túlkað
og að stúlkan hún á
leyndarmál sem að
enginn getur skilið
og enginn getur vitað
að stúlkan hún á skugga
og í skugganum hún grætur
þegar skilningsvana augu
gefa henni gætur
og tala illum tungum
um háskalegar sögur
(sem vafalaust má túlka
á vafasaman máta).