þú týndist....
Smár í faðmi, þú lást
sofandi svo falleg sál.
Kræktir þér stað í mitt hjarta
kræktir þér stað í mig.

Trúir sá sem elskar
á ást til dýra og barna?
Að sakna þess sem deyr
að sakna þín mitt grey.

Þú áttir, þér stað
í faðmi er þig valdi.
þó dáinn þú sért
ég gleymi þér aldrei.
 
Arna Breiðfjörð
1975 - ...


Ljóð eftir Jórunni Örnu Breiðfjörð

Ást
barnið mitt...
Ókunnugar sálir
guttinn minn....
hinnsta sinn
þú týndist....
Vernd
barnið okkar,,tónninn!
opið/lokað hjarta