barnið mitt...
Með hvítvoðung í fangi
liggur hún stofunni í
ljósbleikt hörundið roðnar....

Um nótt varst þú birta
gargandi her
ómældan sársauka, skapaðir mér....

Í enda er upphafið að leita
nú liggur þú hér
vafinn af brjóstinu heita...


Fingur um mig grípa
starandi undrandi á
sjáðu hvað ég hef skapað

já sjáðu hvað ég á.....  
Arna Breiðfjörð
1975 - ...


Ljóð eftir Jórunni Örnu Breiðfjörð

Ást
barnið mitt...
Ókunnugar sálir
guttinn minn....
hinnsta sinn
þú týndist....
Vernd
barnið okkar,,tónninn!
opið/lokað hjarta