

með orðunum einum
býrð þú okkur til
heiminn
mig og þig
býrð um okkur í setningum
orðlaus tilvera
leysir okkur upp
í óskýrar skuggaverur
umbúðir úr orðum
skerpa útlínurnar
við búum í lífslangri skáldsögu
skrifaðri á staðnum
býrð þú okkur til
heiminn
mig og þig
býrð um okkur í setningum
orðlaus tilvera
leysir okkur upp
í óskýrar skuggaverur
umbúðir úr orðum
skerpa útlínurnar
við búum í lífslangri skáldsögu
skrifaðri á staðnum