Trójuhestur
Eins og tungan
leitar sífellt í
sár í munni
leitar órór hugur minn
að minnsta fræi
óhamingju í fylgsnum
sínum og vökvar vel
og vandlega
Er það furða
þótt hamingjan sé
fallvölt
þegar maður hefur
Trójuhest
í höfðinu?
leitar sífellt í
sár í munni
leitar órór hugur minn
að minnsta fræi
óhamingju í fylgsnum
sínum og vökvar vel
og vandlega
Er það furða
þótt hamingjan sé
fallvölt
þegar maður hefur
Trójuhest
í höfðinu?