Trójuhestur
Eins og tungan
leitar sífellt í
sár í munni
leitar órór hugur minn
að minnsta fræi
óhamingju í fylgsnum
sínum og vökvar vel
og vandlega

Er það furða
þótt hamingjan sé
fallvölt
þegar maður hefur
Trójuhest
í höfðinu?  
Sigurður Ólafsson
1974 - ...


Ljóð eftir Sigurð Ólafsson

Skuggi

Hatur (All you need is love)
Þungi tímans
Afi
Sigga Thea
Kakófaní
Mánudagsmorgunn
Entrópía
Hvað starfar þú? (spurt í fjöskylduboði yfir kakóbolla)
Apaspil
Síðasti vagn í Fossvoginn
Grímur
Excel
Hvað ef?
Trójuhestur
Post-coital
Að yrkja 1
Að yrkja 2
Nútíminn
Systir mín
1
2
3
4