Minning frá Kína.
Í poka einum allt hans er
hann á víst ekkert meira.
Hann gamall, grár og veikur er
hvað get ég sagt þér fleira?

Í lest hann situr kassa á
og man þá gamla daga.
En kassan gefur konu, hann
hann kann sér vel að haga.

Nú stendur gamall maður sárt
er lítið barn þar grætur.
Barnið datt og sár eitt fékk
hann reisti það á fætur.

Hann barni þessu bros sitt gaf
já, bros sitt undur bjart.
Hann átti ei margt en gaf jú þó
gjafir beint frá hjarta!  
Hanna
1985 - ...


Ljóð eftir Hönnu

Ljóðin
Minning frá Kína.
Þú
Dagbjört nótt
Rökkrið
Gangur lífsins