Þú
Í sárum dropum
lífið er,
Í tómum dropum
lífið fer.

Þeir dropar renna
afar hljótt,
Um hljóða, kalda
dimma nótt.

Nú renna þeir
frá hjarta mér,
Og aðeins vilja
segja þér:

Mitt líf, mín ást,
mín sól ert þú,
Úr lífi mínu
hverfur nú.  
Hanna
1985 - ...


Ljóð eftir Hönnu

Ljóðin
Minning frá Kína.
Þú
Dagbjört nótt
Rökkrið
Gangur lífsins