Gangur lífsins
Um skólans ár fer lítill drengur
með sár á hjarta samt hann gengur,
með tár í augum hátt hann stefnir
og loforð sín hann ávallt efnir.

Úr skóla fer hann beint að vinna
þó dimmar nætur samt hann finna,
hann veit nú allt um jörð og heima
og frægur er um alla geima.

Hann ást og yl nú loksins fær
er eignast hann þá fagra mær,
hann ávallt þó í hjarta hefur
minningar og lítið sefur.

Á elliárum loks hann lætur
lífið sitt og fellur fætur,
þá lífsins ganga barns er hafin
er minning hins er gleymd og grafin.


 
Hanna
1985 - ...


Ljóð eftir Hönnu

Ljóðin
Minning frá Kína.
Þú
Dagbjört nótt
Rökkrið
Gangur lífsins