Þögnin
Þögnin er skerandi hávaði heimsins.
Þögnin fyllir út í tómarúmið
sem óp og öskur skilja eftir.
Þögnin er listrænn tjáningarmáti fólks,
sem getur ekki tjáð sig munnlega.
Þögnin er allsstaðar til en lætur lítið
yfir sér.
Hún skríður yfir hvert fjall,
niður í hvern dal og hverja laut.
Hún svífur alltaf í kringum okkur
en fólk er alltof upptekið
til að taka eftir henni.
Allir vita hvað þögnin er
en fáir skilja hana til fulls.
Þögnin magnast upp í næturhúminu
en leggst til svefns í morgunsárið.  
Anna
1991 - ...


Ljóð eftir Önnu

Kvíði
Náttúran
Umferðin
Skólastofan
Ljóðaljóð
Þögnin
Feelings