

Horfi á hvítleit skýin
hanga kærulaus
á gráum himninum.
Án festingar
án öryggisnets
skítsama um það
hvar þau eru
eða hvert þau eru
að fara.
Safna í sig
sýnishornum
af veröldinni
og svífa þar til
þeim sortnar
fyrir augu.
Leka niður
af þreytu
og sofna gegndrepa
á fjallstindum
eða hafsbotni.
Rísa svo á
einhverjum degi
aftur upp til himna
nýfædd,
hvítklædd
og
óhrædd.
hanga kærulaus
á gráum himninum.
Án festingar
án öryggisnets
skítsama um það
hvar þau eru
eða hvert þau eru
að fara.
Safna í sig
sýnishornum
af veröldinni
og svífa þar til
þeim sortnar
fyrir augu.
Leka niður
af þreytu
og sofna gegndrepa
á fjallstindum
eða hafsbotni.
Rísa svo á
einhverjum degi
aftur upp til himna
nýfædd,
hvítklædd
og
óhrædd.