Ástin
Já,svarið er komið
það beið eftir mér.
þú þekkir mig eigi
ég veit sál þín er.

Þú fegurst allra kvenna
af lyndi má það sjá.
senn lífið er komið
að vakna oss hjá.

Ég bið þig að koma
og vera hjá mér.
þar til lífinu lýkur
í veröldu hér.

Ferðin góða hafin er
húmar senn að kveldi.
þú munt ætíð vera mér
líf í ástar eldi.

Þig kveð ég að sinni
mín ástfagra mær.
þú ert mér í hjarta
þegar kvölda nær.
 
Birgir R. Sæmundsson
1954 - ...


Ljóð eftir Birgi

Til Þín !
Barnabæn .
Þakklæti .
Lýðveldið Ísland.
Ástin
Móðurmálið.
Fjármála Snillingar.
Nýja Ísland
Kúgarar
Sálin
Lífið og eilífðin