Hestasæla
Dauðra jóa dölum í, þar dvínur elli,
fundust þeir á fögrum velli.

Brúnn og Rauður rennast að á rosknum fæti,
hneggjuðu vakrir vina-læti.

Höfuð-sviminn horfinn er og hungrið ríka,
fóta-skjögrið farið líka.

Hrókur svarti hóf svo tal í hesta máli:
,,Hér er völ á vænu káli.

Nú er læknuð lemstur öll, sem leiður beimi
kvaldi oss með í manna heimi".

Kragi sannar þulu þá með þægu bragði.
,,Allt er þetta satt", hann sagði.

„Herra mínum helzt ég ann og hverjum seggja,
sem mér gjörðu lið að leggja.

En happa-snauðar hendur þær mig hremdu feigan,
gjöldin síðan eptir eiga".

 
Eggert Ólafsson
1726 - 1768


Ljóð eftir Eggert Ólafsson

Heimspekin
Lærdómsundur
Heimþrá
Hestasæla
Píkuskrækur
Ísland ögrum skorið
Málverk