Dauði ljóðsins
Fróðleiksfúsi kötturinn gekk inní Bókhlöðuna með þröst í kjaftinum
hann vissi ekki að þrösturinn var skáld
þeir stóðu báðir við afgreiðsluborðið og báðu um bókasafnsskírteini
þrösturinn var stærri og feitari en kötturinn og auk þess með gleraugu
þrösturinn vissi ekki að kötturinn ætlaði að éta hann
hann vissi ekki að þrösturinn var skáld
þeir stóðu báðir við afgreiðsluborðið og báðu um bókasafnsskírteini
þrösturinn var stærri og feitari en kötturinn og auk þess með gleraugu
þrösturinn vissi ekki að kötturinn ætlaði að éta hann