Fjallganga
Einu sinni hélt ég
að lífsgangan fælist í að sigra tindinn
á eigin fjalli

ein og hjálparlaust

en þegar ég hitti þig við fjallsræturnar
skildi ég að gangan sjálf er sigurinn
og að ævintýrið er að fara hana

tvö saman  
Draumey Aradóttir
1960 - ...


Ljóð eftir Draumey

Leikur
Fjallganga
Lífróður
Afrek
Fylgd
Baðkar