

Hvít hvít engilhvít
hjarnbreiða í hlíðinni
niðrað ísuðu vatni
og vökin
ósýnileg barnsaugum
blinduðum
af þyt og snjófjúki
meðan sleðinn sendist
sjálfkrafa
ósveigjanlega
að djúpbláu auga íssins
sem lykur aftur
um fimm ára ævi
Sleðaför í hlíðinni
hyljast drífu
og ísbrynjað vatnið
heldur feng sínum
hjarnbreiða í hlíðinni
niðrað ísuðu vatni
og vökin
ósýnileg barnsaugum
blinduðum
af þyt og snjófjúki
meðan sleðinn sendist
sjálfkrafa
ósveigjanlega
að djúpbláu auga íssins
sem lykur aftur
um fimm ára ævi
Sleðaför í hlíðinni
hyljast drífu
og ísbrynjað vatnið
heldur feng sínum
Allur réttur áskilinn höfundi.