Barn týnist
Hvít hvít engilhvít
hjarnbreiða í hlíðinni
niðrað ísuðu vatni
og vökin
ósýnileg barnsaugum
blinduðum
af þyt og snjófjúki
meðan sleðinn sendist
sjálfkrafa
ósveigjanlega
að djúpbláu auga íssins
sem lykur aftur
um fimm ára ævi

Sleðaför í hlíðinni
hyljast drífu
og ísbrynjað vatnið
heldur feng sínum  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist