Spegill
Erum við svona hrein?
spurðirðu
þegar við horfðum í spegilinn
sem sýndi okkur ástina
í allri sinni nekt

Nektin og ástin
eru dagurinn og birtan
eru nóttin og dimman

Við horfðum á nekt okkar
og spegillinn svaraði

Þú snerir þér til mín
með svar spegilisins í augum  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist