

Við stóðum á ströndinni
og vindurinn vafði hár þitt
um háls mér
til að sanna
að ástin hafði fjötrað mig
Þú horfðir á öldurnar
sem dóu við fætur okkar
og rödd þín var sár
þegar þú hvíslaðir
gegnum vindinn:
Hversvegna er tíminn einsog hafið?
og vindurinn vafði hár þitt
um háls mér
til að sanna
að ástin hafði fjötrað mig
Þú horfðir á öldurnar
sem dóu við fætur okkar
og rödd þín var sár
þegar þú hvíslaðir
gegnum vindinn:
Hversvegna er tíminn einsog hafið?
Allur réttur áskilinn höfundi.