Öldur
Við stóðum á ströndinni
og vindurinn vafði hár þitt
um háls mér
til að sanna
að ástin hafði fjötrað mig

Þú horfðir á öldurnar
sem dóu við fætur okkar
og rödd þín var sár
þegar þú hvíslaðir
gegnum vindinn:

Hversvegna er tíminn einsog hafið?  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist