þessi skrýtna ást
þau dauflega féllu, þín djúpu spor
er döpur við kvöddumst snemma í vor.
augun voru svöl þótt hjartað heitt sveið
er svikin við héldum hvort sína leið.
freðin var jörð undir fargi af snjó
falleg skein sólgyðja á himninum þó.
hlýindi og liti hver sólgeisli gaf
og gróður tók við sér, hvar áður hann svaf
tók ég þá fyrst að finna sárt til
er fann ég þar hvergi neinn sumaryl.
í vonleysi vafraði ég stefnulaus
þótt væri hlýtt blíðviðrið, hjarta mitt fraus .
því eftir sig skildi hún víst mikið skarð
mín skrýtnasta ást sem þó aldrei varð.
og eitthvað ég skildi eftir hjá þér
því aftur á ný ert þú komin hér...
og loksins er komið langþráð haust
mig langar að kyssa þig, fast fyrst
-svo laust.
er döpur við kvöddumst snemma í vor.
augun voru svöl þótt hjartað heitt sveið
er svikin við héldum hvort sína leið.
freðin var jörð undir fargi af snjó
falleg skein sólgyðja á himninum þó.
hlýindi og liti hver sólgeisli gaf
og gróður tók við sér, hvar áður hann svaf
tók ég þá fyrst að finna sárt til
er fann ég þar hvergi neinn sumaryl.
í vonleysi vafraði ég stefnulaus
þótt væri hlýtt blíðviðrið, hjarta mitt fraus .
því eftir sig skildi hún víst mikið skarð
mín skrýtnasta ást sem þó aldrei varð.
og eitthvað ég skildi eftir hjá þér
því aftur á ný ert þú komin hér...
og loksins er komið langþráð haust
mig langar að kyssa þig, fast fyrst
-svo laust.
(september 2004)