6300 km hugarflug.
bæði haf og heimsálfa okkur skilja að.
ég horfi samt í austurátt, dreymi um þinn stað.

þar stendur þú við glugga ein, böðuð bjartri sól
berast hlýjar vindkveðjur, þér færa frá mér hól.

rjóða kinn og varirnar, kyssir gegnum gler
kára önd og fýkur burt -en ekki langt hún fer.

dökkbrúnt hárið hrærist til, augu opnast blá
og horfa lengst í vesturátt, kannski mig þau sjá?

þá veistu að borinn á andarbaki
flaug hugur minn til þín.

til að dansa ósýnilegur á andlitinu,
leika flissandi við hárið, og blíðlega
-opna augun.  
óskar halldórsson holm
1974 - ...
janúar 2003, allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd