Áramótakvöld 1999
Undir hjúp af hvítu hjarni
hátíð ríkir við Esjugrund.
Litli bróðir, mamma og Bjarni
bíða ársins tvö þúsund.

Andartökin klukkan telur
tíminn læðist með djúpri ró.
Eilífð gömlu árin felur,
öll þau hverfa undir snjó.

Hugsa oft til ykkar heima
horfi í norður yfir haf
fjarri því að fari að gleyma
fjölskyldu sem allt mér gaf.

Hugsa enn til ykkar heima
héðan stendur vindur hlýr.
Gæti þess að aldrei gleyma:
gamalt ár ei aftur snýr.

Nýjum degi geng að djarfur
duglega stunda hvert mitt fag.
Gamla ársins gjöf og arfur
er glænýtt ár sem hefst í dag.  
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(desember 1999) allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd