þessi skrýtna ást
þau dauflega féllu, þín djúpu spor
er döpur við kvöddumst snemma í vor.

augun voru svöl þótt hjartað heitt sveið
er svikin við héldum hvort sína leið.

freðin var jörð undir fargi af snjó
falleg skein sólgyðja á himninum þó.

hlýindi og liti hver sólgeisli gaf
og gróður tók við sér, hvar áður hann svaf

tók ég þá fyrst að finna sárt til
er fann ég þar hvergi neinn sumaryl.

í vonleysi vafraði ég stefnulaus
þótt væri hlýtt blíðviðrið, hjarta mitt fraus .

því eftir sig skildi hún víst mikið skarð
mín skrýtnasta ást sem þó aldrei varð.

og eitthvað ég skildi eftir hjá þér
því aftur á ný ert þú komin hér...

og loksins er komið langþráð haust
mig langar að kyssa þig, fast fyrst

-svo laust.
 
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(september 2004)


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd