áramótaheit ást
Kjánalega er kvenmannslaust
og kalt i bóli Skara.
Heimskinginn um þetta haust
að heiman vildi fara.

Útlönd fögur eygði hann
aldrei leit til baka.
“Fleiri fræði en ég kann”
flónið vildi taka.

Doktorsgráðu dreymdi um
drjúgur stjörnuglópur
féll í gleymsku í flutningnum:
fjölskyldunnar hópur.

Einnig gleymdist asa í,
ein sat eftir heima,
elsku Viola -sem er svo hlý,
samt aula tókst að gleyma.

Uppgötvar að ekki er skóli
það eina sem að vit er í.
Einkanlega er að bóli
auðu kemur æ og sí.

Loksins eftir langan vetur
leggur Viola í ferðalag.
Og vitringurinn veit nú betur:
virðir núna hennar hag.

Loksins ljós i myrkri glittir
leikur lán á ný við hann
Þá heitelskuðu brátt hann hittir
og hreppir strax í ferðabann.  
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(desember 2001) allur réttur áskilinn kaliforníuháskóla.


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd