Allt fyrir ástina.
Hey! Hlustaðu á littla hjartað sem þú greypst!Bara örfá orð!

Er mér óhætt að brjóta vegginn og hleypa þér inn hinum megin. Hver er þá staða mín?

Get ég treyst þér fyrir mér og mínu? Ferðu vel með það? Eða níðistu á því littla sem eftir stendur af mér?

Þar ég nýjan múr, þar ég nýtt mitt, þú veist ... með grímunni og öllu? Þetta hljómar eins og vantraust, en er gamall vani sem er ekki tengdur þér að neinu leyti.

Ég finn að þessar hugsanir mínar eru óþarfi og treysti þér hundrað prósent fyrir mér og mínu. Aldrei hefur þessi tilfinning komið upp á dekk áður ... traust, sem er eitt það mikilvægasta veganesti mannskeppnunnar gagnvart þeim sem hún elskar. Hvað verður annars um ástina ef traustið er ekki til að bakka upp feilana á lífsleiðinni? Loksins fann ég þessa tilfinningu, og hef viljann í að leyfa henni að vinna með mér ... með okkur.





Hvar þú stendur gagnvart mér?



Þú átt mig, hvern einasta kost, hvern einasta galla, hvert einasta andlit sem ég set upp eftir aðstæðum. Hvert einasta andartak snýst um þig, um okkur, um okkar framtíð. Ég myndi gera allt fyrir þig, ég myndi deyja fyrir þig, ég myndi drepa fyrir þig, ég myndi svíkja stærstu svik sögunnar fyrir þig.



Ef ég gæti?



Þá myndi ég kaupa hús við ströndina, flottustu bílana á markaðnum, allt sem þig langaði í frá því þú varst barn en fékkst ekki, og gott betur en það. Framtíð sem þú aðeins gast látið þig dreyma um eða sást í bíómyndum. Einkaþotu ef þér fyndist það betra að versla í Beverli Hills en í Köben, þá gætirðu skutlast þangað ef þér dytti það í hug du ved; )



Ég finn þig.



Ég finn þig er við kyssumst, er við liggjum hlið við hlið og horfum í augun á hvor annari ... tökum utan um hvor aðra og hleypum hlýjunni á milli. Það þarf ekki orð, þau orð sem nú eru á markaðnum eru ekki næg til að lýsa tilfinningaflóðinu sem býr inní okkur. Við vitum það báðar, þess vegna hugsa ég ... hvort orðaforði mannkynsins standi í stað eða hvort að ást okkar hafi yfirgnæft allt og opnað aðra dyr að veruleika þess sem er satt og rétt hvað ást varðar. Er það ég, erum það við ... aldrei held ég að ég fái skilning á þessu öllu saman, en þrái það heitt að geta fengið það á blað ... svart á hvítu. Hvernig get ég annars sagt fólki hvernig mér líður, hvað ég elska þig mikið?



 
Erica
1977 - ...


Ljóð eftir Ericu

Nútímamaðurinn!
Aldrei!
Fjandi.is
Stríð að hætti hálfvitans.
Allt fyrir ástina.
Dauðinn.