Dauðinn.
Við deyjum öll,

allt í einu verður allt búið

farið ... tómt.

Verðu myrkur, verður ljós,

fær maður tíma til að kveðja,

sjá allt verða ok hinum megin frá

Flestum myndi þykja erfitt að vita ekkert,

ekkert um náungann sinn, er það ekki?

Smá vitneskju um hvernig þetta héldi áfram hjá hinum,

fólkinu þínu skilurðu?

Allt í einu getur maður ekki hitt neinn,

talað við og horft á, fundið fyrir,

engin nærvera what so ever.



\"langafi, ertu hræddur við dauðann\"?

Gamli sat á stól, varla fær um að eiga samtal,

en sagði mér þó,

að ég ætti ekki að vera hrædd við óvissuna,

hélt því fram að það væri tímasóun,

óvissan væri ekkert endilega slæm.

En ef að ég vildi eyða ævi minni í að velta mér uppúr því,

\"þá þú um það góða mín\".

Sagði það kalla fram geðveiki,

lífið væri of stutt,

ég ætti að nýta allt sem það hefði uppá að bjóða

þennan stutta tíma sem ég hefði.

Þannig að svarið var nei.
 
Erica
1977 - ...


Ljóð eftir Ericu

Nútímamaðurinn!
Aldrei!
Fjandi.is
Stríð að hætti hálfvitans.
Allt fyrir ástina.
Dauðinn.