Sláttur
Það slær,
slær eins og klukkan.
Taktfast,
alveg að eilífu - eða hvað?
Mun það bergmála,
um tímann?
Og er það í raun það sem ég vil?
Sporin liggja aðeins áfram,
get aldrei farið aftur.
Brýt hugann um setningar,
sem sjálfdauðir menn sögðu deyjandi.
Það slær,
slær alltaf hægar.
Lifir,
en deyr svo hægt.
Síðast,
slagið fjarar út.
Floginn,
og eftir situr sællegur friður.
Ferðalagið hefst upp á við,
flýg til ókominna stunda.
Lít samt lítið eitt til baka,
ég skildi þá eftir mig:
Bergmál
slær eins og klukkan.
Taktfast,
alveg að eilífu - eða hvað?
Mun það bergmála,
um tímann?
Og er það í raun það sem ég vil?
Sporin liggja aðeins áfram,
get aldrei farið aftur.
Brýt hugann um setningar,
sem sjálfdauðir menn sögðu deyjandi.
Það slær,
slær alltaf hægar.
Lifir,
en deyr svo hægt.
Síðast,
slagið fjarar út.
Floginn,
og eftir situr sællegur friður.
Ferðalagið hefst upp á við,
flýg til ókominna stunda.
Lít samt lítið eitt til baka,
ég skildi þá eftir mig:
Bergmál
..þessu skal aðeins taka sem ljóði sömdu í eilitlum lífmyrkva, en ekki einhverju alvarlegu;)