Ljósaveður
Hávaði
ég vakna upp úr draumi
reyni að ná áttum
skil ekkert, sé ekkert.

Leiftur
ég kippist til af hræðslu
veggirnir upplýstir
á sekúndubroti.

Aftur
titrar allt í kringum mig
teygi mig í sængina og dreg uppfyrir haus.
Hitinn er óbærilegur
en ég þori ekki öðru.

Drunur, LEIFTUR!
Finnst sem himininn sé að klofna.
Fyrst: skerandi, rífandi glerbrotshljóð
svo
djúpt og drungalegt urr!
-það rifnar gat á himininn.

Regnið
fellur á þakið
hrynur frá himninum sem rifnaði gat á.

Aftur
hávaðinn heldur áfram
rífur himininn í sundur annarsstaðar
og ég ligg enn í rúminu
með sængina uppfyrir haus  
Gunnar Pétursson
1985 - ...
-samið í versta og fyrsta þrumuveðrinu mínu í Brasilíu:(


Ljóð eftir Gunnar Pétursson

Hugarást
Kæri heimur
Embrek
Draumur eða?
Ljósbogi
Óttasleginn
Skotinn í bakið þá sofandi ert
handa þér
Hringrás
svik
Tárfall
Vöntun
skáldsýn (Minnsta fegurð)
Angist
Fyrirspá
Breyting
Upplit
Brottfararkvæði
Afbrot
Á svona kvöldi
Blíðleiki
Djúpbrún
Naglgrátur
Aftur
Án - með - hvað?
Glaðfinning
Grændraumur
Handan fjarlægðar
Hvernig börn verða til (einstaka sinnum)
Nýr dagur í frumskóginum
Armar
orð til sofandi stúlku
Eiginleiki
Endurómur af andartaki
Orð
sérstakleiki
Ríkidómur
Ljóðpæling
Vanvirðing
Næturstund
Himinsýn (sundbaka)
Sinfónía í eyrunum (veðurdagur)
Flughaf
Tunglídularbúningi
Falldraumur
Ljósaveður
Setið á svölunum.
ónefnt
Draumfinningar
Draumaleit
Feluleikur
Sláttur
Atvikskvæði
Aðfaranótt laugardags
Afbrot II
Þegar krumminn bjargaði deginum.
Dagur í lífi djöfuls viðrinis
Mynd af kveðjustund, máluð á minningu
Raunir hins hjartarifna
Eindrykkja
Stúlkan
Þar sem draumar eru drepnir
Stúlkan II
Tímamót
Stúlkan III
Kvótt (búið og gert) - óljóð
Tóma Rúm
Ósvefnía
Kveðja til vinkonu
Miðnætursólin
Helgin í hundraðogeinum
Þagnaðu
Tálsýnirnar
Sniftin