Draugagangur í sálinni
Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa\' er aldrei varð
vill mig láta sjá.
Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.
Aftur gömul svíða sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa\' er aldrei varð
vill mig láta sjá.
Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.
Aftur gömul svíða sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.