Draugagangur í sálinni
Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa\' er aldrei varð
vill mig láta sjá.

Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.

Aftur gömul svíða sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.

Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.  
Ásta Svavars
1970 - ...


Ljóð eftir Ástu Svavars

Hamingjan
Á stoppistöð
Úti á reginhafi
Kassinn
Litur ástarinnar
Sorgarrendur
Örvæntingarfull kona með flugbeittan hníf í hendi
Fiskiðjan \'93
Bergmál
Um nótt
Idíóskur andskoti
Skyndilega
Að morgni
Draugagangur í sálinni
Tilfinningagrafreitur
Einar ódrepandi
Til þín
Björg
Einherjinn