Röddin
Ég hrópa,
ég hrópa út í myrkrið.
Þú svarar ekki.
Er rödd mín svo dauf
að hún berst ekki alla leið?

Ég doka við.
Reyni aftur
en rödd mín berst ekki.
Getur verið að þín rödd berist ekki,
en mín nái gegnum svartnætti?  
Unnar
1975 - ...


Ljóð eftir Unnar

Röddin
Hver hlustar?
Fótatak
fjörðurinn
Handan hafs
Andvökunótt
Faðir minn.
Prímtölurím
Ást um lágnættið
Í Land Rover
Sjóferð
14. apríl 2005
Um nótt.
Freistingar
Vík á brott
Veikindavísa
Væl í vindi
Grillveisla
Kaffi?
Vinna
Leoncie
Regnið
Dagur á enda
Örlög