fjörðurinn
Ég veit satt að segja ekki hversvegna
en ég hef ekki séð fyrr hvað tunglsljósið getur verið fagurt.
Einmitt nú þegar fyrstu geislar vorsólarinnar
brjótast upp fyrir sjóndeildarhringinn og blandast tunglsskyninu.
Hér í firðinum hefur ís úr ám og lækjum runnið til sjávar,
geislarnir speglast á undursamlegan hátt í sjónum.
Ísinn fyllir svo fjörðinn af undarlegum, köldum friði.
Sjórinn er spegilsléttur.
Ég skil ekki hversvegna ég hef aldrei séð,
aldrei séð þessa fegurð
ekki fyrr en nú þegar báturinn hefur sokkið.
Ég berst fyrir lífi mínu í ísnum.
Á morgun kemur eflaust frétt í útvarpinu;
Lítill vélbátur fórst þar sem hann var að veiðum
einn maður var um borð og er hans saknað.
Ætli þeir sem heyra þessa frétti viti hvað fjörðurinn er fagur?
en ég hef ekki séð fyrr hvað tunglsljósið getur verið fagurt.
Einmitt nú þegar fyrstu geislar vorsólarinnar
brjótast upp fyrir sjóndeildarhringinn og blandast tunglsskyninu.
Hér í firðinum hefur ís úr ám og lækjum runnið til sjávar,
geislarnir speglast á undursamlegan hátt í sjónum.
Ísinn fyllir svo fjörðinn af undarlegum, köldum friði.
Sjórinn er spegilsléttur.
Ég skil ekki hversvegna ég hef aldrei séð,
aldrei séð þessa fegurð
ekki fyrr en nú þegar báturinn hefur sokkið.
Ég berst fyrir lífi mínu í ísnum.
Á morgun kemur eflaust frétt í útvarpinu;
Lítill vélbátur fórst þar sem hann var að veiðum
einn maður var um borð og er hans saknað.
Ætli þeir sem heyra þessa frétti viti hvað fjörðurinn er fagur?