

Björt sumarnótt. Sólarlagið gyllir fjallstindana.
Ég hlusta á niðinn í ánni, söng fuglanna, kindurnar jarma uppi í fjallinu.
Bæirnir sofa undir bleikum og fjólubláum skýjum. Lyngið og blómin ilma og fiðrildin fljúga um loftið.
Hestur stendur upp á hæðinni. Túnin eru nýslegin og mig langar til að hlaupa berfætt yfir þau.
... Svona er hún íslenska sumarnóttin.
Ég hlusta á niðinn í ánni, söng fuglanna, kindurnar jarma uppi í fjallinu.
Bæirnir sofa undir bleikum og fjólubláum skýjum. Lyngið og blómin ilma og fiðrildin fljúga um loftið.
Hestur stendur upp á hæðinni. Túnin eru nýslegin og mig langar til að hlaupa berfætt yfir þau.
... Svona er hún íslenska sumarnóttin.