Sumarnótt í sveitinni
Björt sumarnótt. Sólarlagið gyllir fjallstindana.
Ég hlusta á niðinn í ánni, söng fuglanna, kindurnar jarma uppi í fjallinu.
Bæirnir sofa undir bleikum og fjólubláum skýjum. Lyngið og blómin ilma og fiðrildin fljúga um loftið.
Hestur stendur upp á hæðinni. Túnin eru nýslegin og mig langar til að hlaupa berfætt yfir þau.
... Svona er hún íslenska sumarnóttin.  
Arnhildur
1988 - ...


Ljóð eftir Arnhildi

Sumarnótt í sveitinni
Innrömmun
Langanir
Orð þín
Söknuður
Þvoðu á þér tærnar barn
Nótt
Hlakkaðu til hrukkanna
Kenning
Lífið
Ég er veiðimaður
Í strætóskýli
Talað við blómin
.
Stjörnuhrap
Sic transit gloria mundi
Sic transit gloria mundi
Orð þín í öðru veldi