Hversdagsleikinn og Þú
Það er allt þetta hversdagslega
Sólin sem gerir hvítan vegginn gulan
Í dagsbirtunni
Suðið í þvottavélinni
Og tímalausar hugsanir mína
Sem fá mig til að þakka Þér.

Að ég dreg andann í dag
Finn fyrir köldu gólfinu
Horfi út um gluggann
Og finn lykt
Fær mig til að þakka Þér

Það virðist svo undarlegt
Að þú varst alltaf hér
Kallaðir á mig
Gekkst mér við hlið
Jafnvel straukst mér um vangan
En ég efaðist um að þú værir til

Þá borðaði ég og talaði,
hló oft og mikið
Gekk um strætin heilbrigð
Með bros á vör
allt var þetta sjálfsagt
Að mér fannst
Þá var hversdagsleikinn sá sami
En ég ekki þakkaði Þér.

Þú sem er Guð og dóst og reist á ný
Þú sem gafst mér andadrátt,
hendur sem finna og fætur sem ganga
og ég þakka að þær ganga þinn veg
þennan þrönga og mjóa
þann sem þú valdir fyrir mig.
því vil ég nú þakka Þér.

 
Steinunn Ýr
1982 - ...


Ljóð eftir Steinunni Ýr

Kaffi með mjólk
Ástfangin af Almættinu
Englaher bjargaði mér
Hversdagsleikinn og Þú
Dag sem nótt
Baggablús