Baggablús
Ég vildi fallegt hús
með háglans... glans... glans...
og fínirís fyllirí.
Gef mér meira,
meira og meira af glamúr blandað í glans.

Og nýjan bíl og nýtt og nýtt
svo burrað gæti hvert og hvert.
Nú burra ég ekki lengur neitt
því bíllinn dregur dráttavexti hvert sem ég fer
og þungt er fargið sem heldur mér.

Húsið sem á/tti ég
nú stendur eitt og yfirgefið,
enginn vill þann bagga sem það ber.
Yfirgefið kallar... hver sem er, hver sem er
viltu búa með mér
... og öllum mínum skuldum milljón

Ó að ég ætti von,
eina von,
ljós í myrkri
eins og glæta gæti yljað mér.

Ég, eins og Lúsifer forðum skreytti sig
til að upphefja sjálfan sig,
hef orðið sek um þá synd
að vilja vera meiri en ég er.

Hann féll og fallið var hátt
en ég, nei, fall mitt verður aðeins niður á hné.

Ó, Drottinn, miskunnaðu mér.  
Steinunn Ýr
1982 - ...


Ljóð eftir Steinunni Ýr

Kaffi með mjólk
Ástfangin af Almættinu
Englaher bjargaði mér
Hversdagsleikinn og Þú
Dag sem nótt
Baggablús